ESv | 11.10.2021 22:51
SPÁ 18. -25 OKT (OG MÖGULEGA ÁFRAM!)


Í mánaðarspá evrópsku reiknimiðstöðvarinnar ECMWF og birt var mánudagskvöld (11.okt), má sjá greinilega tilhneigingu.  Eftir þessa viku með nokkuð breytilegu veðri er því spáð að N- og NA-átt verði ríkjandi.

Sjáum hér tvö kort úr þessari keyrslu.

1.  Háloftastaðan í 500 hPa 18. til 25. október.  Fram kemur í spánni háloftalægðardrag yfir Íslandi og frávikið mest norðaustur af landinu.  Einkennisstaða N- og NA-áttar.  Lágþrýstivik fylgir yfir N-Skandinavíu.  Hárri vik eru síðan yfir S-Evrópu og stríðari V-átt í háloftunum þar á milli.

2. Hitt kortið sýnir frávik hita í sömu spá.  Um það þarf ekki að hafa frekari orð og samræmi er þarna allgott.

Úrkomuspáin (ekki sýnd) kórónar síðan þetta sköpunarverk ECMWF þar sem reiknað er með meiri úrkomu norðan- og austanlands.  Væntanlega mest megnis sem slydda eða snjór.  Eins er spáð vætusamri tíð á Bretlandseyjum og í Skandinavíu. 

Í spá fyrir síðustu viku mánaðarins má sjá svipað mynstur, en óvissa vissulega meiri eftir því sem frá líður.  Metnar eru um 30% líkur á breytingum með hlýnandi veðri og sunnanstæðum vindi. 



Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
1 m/s
12:00
0 mm
1 m/s
15:00
0 mm
1 m/s
18:00
0 mm
4 m/s
21:00
0 mm
2 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
1 m/s
15:00
-1°
0 mm
3 m/s
Næstu dagar
0707
0 mm
2 m/s
0808
-5°
0 mm
2 m/s
0909
-2°
0 mm
5 m/s