SPÁ CFS FYRIR OKTÓBER

SPÁ CFS FYRIR OKTÓBER

Þetta spákort er glænýtt (1. okt) og kemur frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum.  Spálíkanið er Climate Forecast System og keyri fyrir allan október og reyndar tvo næstu sem eru ekki sýndir hér.

Kortið sýnir 500 hPa flötinn og frávik frá meðaltali.  En hvað má lesa út úr því?

Þéttar línur er ábending um skotvind og ríkjandi lægðabraut sem og drög með bláu fráki staðir með þaulsetnum lægðum.  Þeim svæðum er spáð yfir Bretlandseyjum og undan Alaska sem og austantil í Bandaríkjunum.

Gisnar línur saman með jákvæðum frávikum er vísbending um þaulsetin hæðarsvæði og jafnvel fyristöðuhæðir.  Slík er t.d. greinileg í spánni frá N-Rússlandi og yfir í Íshafið.  Önnur með rót suðaustur af Nýfundnalandi og yfir Grænlandi þar sem við Svalbarða reiknast hæsta jákvæða frávikið í hæð 500 hPa spánni.  Ekki þar með sagt að þessi þaulsetnu háþrýstisvæði verði til staðar á sama tíma, en áhrif þeirra eru veruleg á veðurfar hér á landi ef SV- eða V-áttin í háloftunum verði jafn veik og þarna kemur fram.

Spáin fyrir október miðað við þessar forsendur gæti verið þessi: 

Hæglátt veður í heild sinni, lítið um hauslægðir og hærri loftþrýstingur en að jafnaði. Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur.  Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands.   

*Borið verður saman við "anda" langtímaspár frá Evrópsku reiknimiðstöðinni sem berst í kvöld.