SPÁÐ ER MJÖG ÞURRU NÆSTU 10 DAGA

SPÁÐ ER MJÖG ÞURRU NÆSTU 10 DAGA

Háþrýstisvæði verður hér ríkjandi fram yfir helgi og jafnvel lengur. NA-átt er spáð í framhaldinu og hún af fremur þurru tagi.

Tvö kort og úr tveimur ólíkum reiknilíkönum. Bæði gefa til kynna að nánast þurrt verði til 10 ágúst í það heila tekið á landinu.

1. Spá GFS (Bandaríska líkanið). Uppsöfnuð úrkoma. Víða um eða innan við 5 mm þessa 10 daga í spánni. Alveg þurrt á Vestfjörðum. Verulega uppsafnaðar úrkomu er hins vegar að sjá austur yfir Atlantshaf á breiðu belti suður undan og inn yfir Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Eins nánast alveg þurrt á Grænlandi (og væntanlega sólríkt einnig!).

2. Spá ECMWF (Evrópska líkanið og kortið af Brunni VÍ). Hér eru sýnd frávik uppsafnaðrar úrkomu í prósentum næstu 10 daga. Blátt og fjólablátt er umfram meðtal, en gulu og rauðu litirnir undir. 0-25% af meðalúrkomu er einkennandi hér við land. Reyndar stutt í ákveðnari vætu suður af landinu.




Þessi spá er afar eindregin hvernig sem á það er litið! 
Til samanburðar er rétt að hafa í huga að 10 daga úrkoma á þessum tíma er að jafnaði um 10 mm þar sem þurrast er upp í 30 mm suðaustanlands.