Esv | 08.11.2022 15:06
SPÁÐ Í VETRARSPILIN

Hér er gerð heiðarleg tilraun til að rýna í líklega þróun veðurs í vetur. Byggt er einkum á spám ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) og einkum nýrri 3ja mánaða spá sem gildir fyrir desember til febrúar.

Farin er sú leið að skoða saman spágildi þriggja þekktra  hringrásarvísa sem saman móta veðurlagið. NAO (North Atlantic Oscillation), EA (East Atlantic pattern) og síðan EBI (European Blocking index). Heimskautahvirfillinn, dýpt hans og lega ástamt útslagi og hraða bylgna í megin-háloftaröstinni yfir N-Atlantshafið móta þessa vísa. NAO er þeirra þekktastur. Meðaltalið sem hér er vísað til er líkan meðaltalið á árunum 1981-2016 



Óvissa er vitanlega talsverð og spáin er meira sett fram af áhuga og til gamans, en alls ekki víst að hún verði til gagns.

Í spám eins og þessari verður að gera þann fyrirvara um lítt fyrirséð og tilviljanakennt ójafnvægi með svokallaðri skynidhlýnun í heiðhvolfi. Hún hægir á hringrás og gangi lægða í allt að 3 til 4 vikur. Gæti kollvarpað forsendum þessarar langtímaspár.   


Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
8 m/s
12:00
0 mm
7 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
7 m/s
21:00
0 mm
6 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
2 m/s
Næstu dagar
0202
2 mm
3 m/s
0303
0 mm
1 m/s
0404
0 mm
2 m/s