SPÁÐ MILDU VEÐRI FRAM YFIR MIÐJAN NÓV.
Langtímaspár sem bárust frá Evrópsku reiknimiðstöðinni (ECMWF) og Bandaríska alríkisveðurveðurlíkaninu GEFS í morgun eru á svipaða lund. Um 70% líkur eru metnar á því að fram yfir 20.nóvember verði suðlægar vindáttir ríkjandi hér með hita í held sinni ofan meðallags nóvember.
Háþrýstisvæði í einhverri mynd verður allsráðandi hér fyrir austan okkur. Hringrásarmyndin kallast "Scandinavian Blocking" og ECMWF telur hana líklegasta til 19. nóvember. Eftir það verður meiri dreifing eins og gengur og gerist í slíkum langtímaspám GEFS spáin reiknar loftmassahitann í kring um meðallag næstu daga, en markvert yfir frá fimmtud 12. til sunnud. 22.nóvember.
Fyrri myndin sýnir samandregið spákort fyir vikuna 16. til 22. nóvember. Þrýstifrávik miðað við sama árstíma síðustu 20 ár. Markvert hærri yfir N-Evrópu og leldur lægri suður af Grænlandi. Saman valda þau aðstreymi af lofti sunnan úr höfum.
Seinni myndin sýnir hitafrávik (kvarðinn skiptir ekki máli) annars vegar í komandi viku og hins vegar vikunni þar á eftir. Aðalatriðið er að báðar vikurnar er spáð markvert yfir meðalhita árstímans. Sterkari rauður litur fyrri vikuna merkir ekki endilega hlýrra veður, frekar ákveðnari spá samanboið við eðlilega meiri dreifingu (óvissu) seinni vikuna og eftir því sem líður á spátímann.
Menn geta svo sem getið sér til um úrkomufrávik við slíkt þrýsti- og vindafar. Óþarfi að sýna það, en vissulega gert ráð fyrir að rigningarsamt verði um sunnan- og suðaustanvert landið fram yfir 20.