SPÁIN UM VERSLUNARMANNAHELGINA (fimmtudagur)

SPÁIN UM VERSLUNARMANNAHELGINA (fimmtudagur)

Rignir víðast á landinu annað kvöld, en víðast aðeins í fremur stuttan tíma. 

Fyrir utan Eyjar telst spákortið á laugardag bara þokklegt.

Lægðin vissulega á "sínum stað" , en tveir austanstæðir vindstrengir, annar með suðurströndinni og hinn að mestu fyrir norðan land.  Þarna á milli hægari A-átt, Skýjað og einhver úrkoma eystra, nær samfelld rining suðaustanlands.  Annars þurrt, einhverjar sólarglennur og hitinn 15 til 19 stig yfir miðjan daginn.

Svipað á sunnudaginn, sólríkara ef eitthvað verður. Þá reyndar NA blástur um norðvestanvert landið þegar líður á daginn og um kvöldið.

Á mánudag hvessir síðan almennt séð á landinu í NA-átt. 

Ágætt samræmi er nú á milli ólíkra reiknilíkana.


*Spákortið er frá ECMWF af Brunni Veðurstofunnar. Reiknað 1. ágúst kl. 00.