ESv | 20.01.2023 11:42
STAÐAN NÚ LÍKIST NOKKUÐ ÞEIRRI VETURINN 1984

Um áramótin 1983/84 gerði nokkur frost og  janúar einkenndist af talsverðri kuldatíð en þó ekki samfelldum frostum og stóð fram í  febrúar.  Í Reykjavík var meðalhitinn þarna í janúar 1984:  -4,0°C, samaborið við -3,8°C í nýliðnum desember og fram undir þetta.  Talsverður snjór var yfir þarna 1984 , einkum V-lands.  Ár höfðu bólgnað upp af klaka og ís.

9. febrúar komu skil með vægri hláku úr suðvestri. Hlánaði í byggð, en í kjölfarið fylgdu eindregnari hlýindi með talsverðri rigningu, einkum dagana 11. til 12.   Ár á Suðurlandi ruddu sig í þessum hlýindum.

Í Veðráttunni segir svo: Þann 13. höfðu nokkrir bæir í Flóanum einangrast vegna flóða í Hvítá, víða varð tjón af jakaburði á tún, mest í Hraungerðishreppi. Markarfljót rauf varnargarða við Dímon, gróf Suðurlandsveg í sundur á þrem stöðum, eyðilagði girðingar og spillti ræktuðu landi.“


Í dagblöðunum sagði frá því að flóðið í Markarfljóti hefði orðið vegna klakastíflu þegar 3 til 4 metra íshrannir hlóðust upp. Fljótið leitaði til vesturs af þessum sökum og í gamla farvegi nær Fljórshlíðinni og síðan yfir þjóðveginn austur af Leifstöðum.

Nú er komin ný brú neðar yfir Markafljót, en er beint eftir sem áður undir þá gömlu ofar. Vestur frá henni eru varnargarðar þeir sem minnst er á í fréttunum.

Hættan nú er að vatnið og jakaburður í leysingunum flæmist vestur á aurana og niður undir veg.

1984 var trúlega meiri rigning en nú er útlit fyrir og leysingin stóð líka heldur lengur og átti sér meiri aðdraganda í það minnsta á láglendi.  Á móti kemur að nú er hlýrra. Afrennslisspákort sýna líka glöggt að umtalsvert vatn mun renna til Markarfljóts, ekki síst  úr Þórsmörk og Goðalandi í dag og á morgun.   

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
3 m/s
12:00
1 mm
7 m/s
15:00
2 mm
9 m/s
18:00
0 mm
12 m/s
21:00
0 mm
10 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
9 m/s
15:00
0 mm
6 m/s
Næstu dagar
0404
4 mm
9 m/s
0505
11 mm
7 m/s
0606
5 mm
6 m/s