STÖKKIÐ STÓRA Í HITA FRÁ 2024 TIL 2025

STÖKKIÐ STÓRA Í HITA FRÁ 2024 TIL 2025
Þær eru ótrúlega þessar sveiflur sem að við upplifum í veðurfarinu hér við norðanvert Atlantshafið.
Munurinn í Stykkihólmi á meðalhita á milli 2024 og 2025 um 2,0°C telst vera mjög mikill. En hverju veldur? Skýringanna er einkum að leita í loftstraumunum, stöðu veðurkerfanna og ríkjandi vindátta.
Þegar við lyftum okkur upp fyrir suð "daægurþrasins" í veðrinu blasir við meðalmynd þrýstifars með einhvers konar Íslandslægð ekki fjarri landinu og hæð í suðri, svokölluð Azoreyjahæð.
Gerði mjög einföld meðaðþrýstikort. Það fyrra fyrir 2024 og síðara 2025. Þau eru unnnin upp úr gögnum bandarískrar endurgreiningar.
2024 voru meðallægðirnar tvær, önnur skammt suðvestur undan og hin fyrir norðaustan land. Að jafnaði var þrýstifar sem leiddi af sér tíðan N- og NA-stæðan vind.

2025 var Íslandslægðin nokkuð fjarlæg og nær S-Grænlandi. Fyrir vikið voru SA-áttir ríkjandi eða vindur á milli S og A. Uppruni loftsins því að jafnaði allt annar.
Meira þarf ekki til!

Síðasta myndin sýnir síðan frávik hita þessi sömu ár í 850 hPa fletinum (um 1.250 m). Annars vegar (2024) neikvæð frávik um 1 stig og hins vegar (2025) jákvæð frávik upp á um 1,5 stig. Þau frávik dugðu í hitamet árshitans á landsvísu.