ESV | 06.04.2021 11:27
STYRKUR BRENNISTEINSTVÍOXÍÐS SLÓ Í 1500 Í VOGUM Í GÆRKVÖLDI.
Í gærkvöldi var SA-átt yfir gosinu og vindur 8-11 m/s. Sem sé greinilegur blástur.
Þetta er þannig losun gasa úr kvikunni er í réttu hlutfalli fið hraunrennslið. E.t.v. var það meira í heild sinni en undanfarna daga, bæði úr nýju rásinni og í gömlu gígunum.
Efir heitu hrauninu rís brennisteinsgasið og stígur upp í nokkur hundruð betra hæð. Snörp golan tekur þá við og ber kjarnan undan vindi. Að' þessu sinni yfir Voga.
Þar sem SO2 (brennisteinstvíoxíð) er u.þ.b. helmingi þyngra en andrúmsloft (mólmassi 64 á móti 29). Það skilur sig því frá og sígur til jarða nokkru frá upptökunum.
Tvennt vakti athygli í gær:
1. Gasið þynnist ekki verulega þrátt fyrir snarpa golu. Styrkurinn 1.500 míkrógrömm á rúmmetra er talsverður.
2. Á mæli í Innni Njarðvæk heldur utar varð engrar aukningnar vart. Toppurinn í Vogum varði í stutta stund, smávægileg vindárbreyting beindi styrknum annað.
Í kvöld er spáð hægum NV-vindi og yfir hraunstrauminn. Kjöraðstæður til að mæla gös niður í dældinni í Meradölum framan við hraunjaðarinn.