ESv | 07.06.2022 09:54
SUMAR LÍKT OG 2008?

Ný 3ja mánaða spá frá ECMWF fyrir júlí – sept var birt um helgina.  Hún er nokkuð afgerandi að þessu sinni.  Sýnir lág frávik háloftstöðunnar yfir Bretlandseyjum. Lægri loftþrýsting þar jafnframt og auknar líkur á rigningarsumri þar.

Nánast alls staðar annars staðar á norðurhveli (norðan 30°N) er gert ráð fyrir hærri stöðu 500hPa flatarins, meðal annars við V-Grænland og N-Kanada.  Sú spá hefur ekki síður áhrif á legu veðurkerfa á okkar slóðum og ætti að jafnaði að halda lægðum að jafnaði frá og beina þeim frekar til austurs fyrir sunnan land.Einhverjir hefa fundið út að samband sé á milli sjávarhiti vestur af  Írland að vori ( þ.e. í maí) og veðráttunnar komandi sumar á Bretlandseyjum. Sé yfirborðssjórinn hlýr aukast líkur á lægðum og rigningum um sumarið.

Langtímaspá ECMWF rímar ágætlega við þessa kenningu og líka það að enn er LA-Nina ástand í Kyrrahafinu, þ.e. kalt undan S-Ameríku, en hlýsjór yfir Indónesíu. Hvoru tveggja hefur áhrif á stöðu veðurkerfa við N-vert Atlantshafið, þó orsakasamhengið hafi ekki enn verið að fullu skýrt.


Þrýsti- og sjávarhitafrávik langtímaspárinnar minnir nokkuð á júlí og ágúst 2008. Þá var líka LA-Nina og hálfgert fúlviðri á Bretlandseyjum.  Hlýindi voru í sjónum umhverfis landið, einkum suður undan. Svipað er ástatt nú og spáin um sjávarhitann er líka afgerandi. 

Sumarið 2008 var fremur hlýtt á landinu, en vætusamt syðra þegar frá leið og  einkum suðaustanlands.  A-áttir voru ríkjandi og eftirminnilega hitabylgju gerði síðari hlutann í júlí, einkum um vestanvert landið.Þeirri hringrás sem hér er lýst er þó ekki spáð fyrr en upp úr sumarsólstöðum. Fram að því gerir lengri spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar ráð fyrir því að fremur svalt verði hér við land, vinda- og votviðrasamt, þar sem loft úr vestri kemur gjarnan við sögu.

Síðustu áratugi hafa veðurkerfin átt það til að „læsast“ að sumarlagi þar sem bylgjugangur V-vinda háloftanna hefur hægt á sér vegna loftslagsbreytinga.  Tilviljun ræður þar miklu. Þeirri úlfakreppu veðurkerfanna sem olli í fyrra hlýjasta sumri norðan- og austanlands (júlí-sept.) sem sögur fara af, sást hvergi stað í þessum 3 mánaða spám. Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
15:00
11°
0 mm
14 m/s
18:00
11°
0 mm
12 m/s
21:00
10°
0 mm
9 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
9 m/s
15:00
11°
0 mm
5 m/s
Næstu dagar
0909
11°
0 mm
12 m/s
1010
11°
2 mm
7 m/s
1111
10°
1 mm
3 m/s