SUMARBLÍÐA NÆSTU 2 VIKURNAR?
Veðurútlið næstu daga er nánast eins og í lygasögu. Í veðrinu höldum við okkur reyndar við staðreyndir, en nú veit maður ekki hverju skal trúa!
Nálægð háþrýstisvæðis
næstu daga, sem að auki er staðsett á hárréttum stað, gerir það að verkum að á mest
öllu landinu verður bæði hlýtt og sólríkt.
Eiginleg sumarhlýindi, fremur er vorhlýindi.
Hæðir eins
og þessi sjást hér alltaf annað veifið, en staldra oftast stutt við. Nú er
hæðinni spáð á þessum hagfelldu slóðum næstu 10 daga og hugsanlega lengur.
Fyrsta
kortið sýnir spá næstu 10 daga (12. – 21. maí) um meðallegu hæðarflata 500 hPa
þrýstiflatarins. Háloftahæðin birtist
þarna greinilega suðaustur af landinu og rauðu svæðin eru jákvæð þykktarfrávik
eins og þau eru kölluð. Því rauðara – því hlýrra er loftið í neðri lögum.
Skilar sér sannarlega
í hita nærri jörðu og frávikaspá ECMWF frá í gærkvöldi sýnir “blóðrauða” flekki
yfir landinu, fyrst 12. til 19. maí og aftur (en ívið veikari) vikunni þar eftir
eða til 26. maí. Hitafrávikið er með
ólíkindum eins og það birtist eða allt að 10 stig.
Tökum
Akureyri sem dæmi. Þar er meðalhiti um miðjan maí um 6 til 7°C. Þegar við bætast 6 stig við erum við komin með
12 til 13 stiga meðalhita. Spáin fyrir
Akureyri næstu 10 dagana t.d. á Bliku er einmitt á því róli!
En ekki
aðeins það að háþrýstisvæðið beini til okkar mildu, eða öllu heldur hlýju lofti
með tiltölulega hægum vindum, heldur er miðja þess það nálægt okkur að hér
verður niðurstreymi lofts og því meira og minna léttskýjað. Undanteknining
á því er Reykjanes og suðurströndin hér austur með, þar sem þokkubakkar eða
lágský koma með golunni af hafi. A.m.k. annað
veifið, mögulega einnig á höfuðborgarsvæðinu.
Eitt spákortið
til viðbótar er líka mjög afgerandi. Það kemur úr öðru veðurlíkani en hin tvö,
þ.e. GFS, hinu bandaríska. Sýnir uppsafnaða úrkomu til 24. maí. Nærri miðju
háþrýstisvæðisins er ekki spáð nokkurri úrkomu og þar á meðal hér um austanvert
landið. Mjög óverulegri vestantil.
En
auðviðtað tekur þetta enda eins og allt sem gott er. Vikuspá ECMWF gerir ráð fyrir breytingum nærri
25. maí. Hæðin koðnar þá niður og við tekur lágþrýstingur eða í það minnsta
lágþrýstifrávik skv. spánni. Þá vikuna og fram yfir mánaðarmótin er spáð ríkjandi
vindáttum á milli austurs og norðurs með hitafari nærri meðallagi árstímans að
nýju. Og með fylgir kærkomin væta, a.m.k.
fyrir bændur og ýmsa aðra.