SUMARSPÁ 2023 (júní – ágúst)

SUMARSPÁ 2023 (júní – ágúst)

Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið.  Stuðst er við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst.

Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.

Sú forsenda byggir fyrst og fremst á spá um meðalstöðu veðurkerfanna í sumar.  Fyrst kortið sýnir spá um frávik loftþrýstings.  Jákvætt frávik eða háþrýstifrávik kemur fram við Íslands og það reiknast markvert fyrir austan land.  Samtímis er neikvætt frávik suður í Atlantshafi.  Höfum hugfast að alla jafna er áberandi háþrýstisvæði (Azoreyjahæðin) undan ströndum Portúgal á sumrin og að jafnaði lágþrýstisvæði skammt suðvestur af Íslandi.  Frávikin má túlka annars vegar sem svo að Azoreyjahæðin verði veikari en að jafnaði. En allt eins þannig að vegi hennar verði norðar en að jafnaði.

Pílan um öfugan þrýstistigul hefur kannski ekki þessa stefnu, en hann er að minnsta kosti mun veikari en að jafnaði.  Hefur afgerandi áhrif á veðrið. Sérstaklega ef jákvætt þrýstifrávikið er merki um hægfara fyrirstöðuhæðir í sumar, og þá fleiri en eina. Um leið yrði Azoreyjahæðin ógreinlegri. Frávik í stöðu háloftanna (ekki sýnd) gefa einmitt til kynna stíflur eða líklegar kyrrstæðar bylgjur í lofthringrásinni.

Sýnd eru hæðarfrák í miðjum lofthjúpnum (500 hPa). Spá ECMWF sýnir skýrt jákvætt hæðarfrávik suðaustur af landinu og í samræmi við þrýstifrávikin nærri yfirborði. Sýnd er líka spá Þýsku Veðurstofunnar, en hún er mjög áþekk.

Allt þetta bendir til þess að meira yrði heit yfir um SA- og A-áttir. En má líka túlka sem svo að hægviðri verði tíð.   

Sé spáin greind niður á mánuði sést að í júní eru líkur á háþrýstisvæði hér við landið eða austur og suðausturundan.  Gefur fyrirheit um einkar hagfellt veður.  Í júlí gerir spá ECMWF síðan ráð fyrir áberandi háþrýstingi yfir Bretlandseyjum, Þá meira um hreinar sunnan áttir og líklega þá rigningarsamt sunnantil, en hlýtt norðan og austantil.  Ágúst-spáin er síðan minna afgerandi, en heldur sig samt á sömu meginlínunni.

Á þessum tíma í fyrra þegar sama spá var skoðuð fyrir sumarið 2022 var allt önnur mynd uppi.  Áberandi lægðafrávik sást þá við Ísland og aukinn þrýstistigull til suðurs.  Enda fór það svo að sumarið var í svalara lagi, þungbúið í það heila tekið,  einkum sunnan- og vestantil. Úrkoma þar umfram meðallag.  Sjáum líka að gert var ráð fyrir markverðum hita víða á meginlandi Evrópu.  Enda fór það svo að sumarið var þar með þeim allra heitustu þegar upp var staðið.