Reykjavík
ESv | 13.05.2019 11:17
VEÐUR Á NORÐURHVELI EINKENNIST AF ÓREIÐU

Þá er átt við miðhlutann frá 30° til 70°N. Þannig lagað allt með felldu skammt norðan hitabeltisins og eins allra nyrst. Fréttir bárust af hagli og snjókomu á N-Ítalíu. Eins snjóaði enn eina ferðina þetta vorið í norðausturfylkjum Bandaríkjanna. Þá hefur verið mikil hitabylgja í N-Rússlandi frá því fyrir helgi. og áfram mætti telja.

1.
Veðurkort af norðurhvelinu sem gildir kl. 6 þ. 15. maí. Um er að ræða stöðuna í 500 hPa (5,5 km hæð). Margar bylgjur og mikið útslag á sumum þeirra. Læðgðin yfir N-Íshafinu er á heimaslóðum þessa árstíma og í tenglsum við minnkandi síðvetrarloft norðurhjarans. Hinar lýsa svigðum á vestanvindabeltinu. Þegar allt er með felldu eru þær 3 til 5 allan hringinn, en nú má telja 8 til 10. Hefur afgerandi þýðingu á veður. Veldur miklu útslagi, þar sem hlýtt loft kemst sums staðar langt til norðurs, en kaldara lokast af sunnarlega á móti.


2.
10 daga meðalkort loftþrýstings. Spá GFS til 22. maí. Mikið háþrýstisvæði er skv. henni yfir norðurhjaranum og einnig Grænlandi með áhrifum yfir Íslands. Hins vegar er í tengslum við allar bylgjurnar nánast samfellt lægðasvæði mest allan hringinn hér suðurundan á um 50°N og jafnvel sunnar. Margar þessara lægða eru hægfara. Valda úrkomu og jafnvel snjó (til fjalla) sunnar en venja er til. Ath. að litirnir á kortinu eru til marks um þrýsting, en sýna ekki frávikin frá meðaltali.


3.
"Arctic Oscillation" eða AO mælir styrk V-áttar, oftast eftir 60 breiddarbaugnum umhverfis norðurhvelið. Hann er breytilegur eftir árstímum, en daglega eru reiknuð frávik. Neikvæð gildi vísa til lítillar V-áttar eiginlega frekar að meginhringrásin hafi hægt á sér. Einkenni eru m.a. háþrýstisvæði á norðurslóðum, og að meginlægðarbrautin liggur sunnar en venjulega.


Sjáum að AO-vísinum er í spá NCEP (Bandaríska alríkisveðurstofan) neikvæður a.m.k. næstu 7-8 daga, en meiri óvissa eftir það. Einkenni hér eru einmitt hærri loftþrýstingur og ýmist fremur köld N-átt eða hlý S-átt. Við erum einmitt að skipta þar á milli þessa dagana.