VEÐUR FYRIR KYLFINGA
Enn ein viðbótin á á Bliku. Nú er hægt að velja sérstaklega golfveður. Þar undir er kort með staðsetningu eiginlega allra golfvalla á landinu, 67 talsins. Veðurspáin næstu 10 daga fæst t.d. með því að smella á viðkomandi völl eða skrifa nafn hans í línuna (vitanlega einng af forsíðunni).
Þarna eru líka margvíslegar hagnýtar upplýsingar um golfvellina, tengiliði ofl. - Allt á einum stað-
Frí og aðgengileg þjónusta fyrir golfara í landinu sem skipta þúsundum.
Möguleg viðbót væri síðan t.d. að finna út besta rástímann út frá veðri!