ESv | 09.10.2020 12:10
VEÐURKAFLA AÐ LJÚKA

Á haustin er alvanalegt að vindar blási í háloftunum á milli suðurs og vesturs.  Segja má að þannig sé SV-vindur ríkjandi í 4ja til 10 km hæð.  Allt frá 30. september hefur vindáttin upp verið austanstæð.  Svo sem ekkert afbriðgilegt við það í nokkra daga í senn, en því fylgir oftast veðurlag sem í er í einhverju frábrugðið.  Alls ekki þó afbriðgilegt.  Það hefur t.a.m. verið frekar hæglátt þessa daga og úrkoma fremur lítil suðvestan- og sunnanlands.  Eins hefur hitinn annars staðar en á Austurlandi verið heldur undir meðallagi árstímans.

Kortið frá evrópsku reiknimiðstöðinni sýnir stöðuna í 500 hPa þrýstifeltinum í dag 9. október.  Þar er nokkuð fátíður NA-átt, en fyrir nokkrum dögum vera vindur inn SA-stæður.  

Þessum kafla lýkur senn og við sjáum glitta í SV-áttina vestur við Ameríku.  Sá strengur berst smámsaman til okkar og með honum mildara loft og rigning a.m.k. sunnan og vestanlands á sunnudag.  Spáð er SV-átt í háloftunum í um 4 daga fram í miðja næstu viku,  en síðan gæti vindáttin tekið snúning að nýju og með breytingum á veðrinu  hér hjá okkur.

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
7 m/s
12:00
0 mm
6 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
5 m/s
21:00
0 mm
7 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1919
1 mm
8 m/s
2020
0 mm
3 m/s
2121
0 mm
1 m/s