VEÐURLAGSSPÁ SEPT TIL NÓV

Þriggja mánaða reikningarnir eru áhugaverðir. Í þeim flestum kemur fram nokkuð skýr mynd fyrir tímabilið september til nóvember í heild sinni.
Sjávarhiti (yfirborð) á Atlantshafinu suðaustur af Nýfundnalandi er nú síðsumars allt að 3 til 4 stigum hærri en í meðalári, en austar á Atlandhafi og nær Evrópu er hitinn hins vegar nærri eða rétt undir meðallagi. Þessi frávik koma til með að móta hina stóru mynd lofthringrásarinnar á norðurhveli í haust. Ásamt vitanlega fjölmörgum öðrum þáttum. M.a:
- Mikill bráðnun íss í Íshafinu undan Síberíu og Alaska.
- Spár um La-Nina ástand (kaldan sjór) við miðbaug í Kyrrahafinu.
Frávikakort ECMWF sýnir afgerandi hæðarfrávik yfir hlýsjónum austur og suður af Nýfundnalandi. En líka lága stöðu á milli Íslands og Noregs. Eins há staða við Kaliforníu sem aftur leiðir til þess að skarpt drag kemur fram suður undir Vötnin miklu. Styður við myndun lægða. Brattinn frá suðri til norðurs er meiri og þar með öflugri vestanstrengur í háloftunum. Annað drag við Bretlandseyjar gefur vísbendingu um lægðabrautina enda gefur veðurlagsspá ECMWF skýrt til kynna að rigningarsamt gæti orðið þar sem og stærstum hluta Skandinavíu.
Lágt frávik fyrir austan land í 500hPa gæti verið vísbending um að N-áttir væru algengari en í venjulegu árferði. Stundum með Grænlandshæð. Eins að háloftvindurinn verði vestanstæðari en venjulega suður af Íslandi. Slíkt er líka vísbending um svalara veður hér. Þegar allar spárnar af þessu tagi héðan og þaðan um heiminn eru teknar saman af Copernicus kemur fram mjög svipuð mynd og hjá ECMWF.
Óljóst er annars að tala mikið um frávik frá meðalhita þessa þrjá mánuði þegar veðráttan fer jafn kólnandi og raun ber vitni frá byrjun september. Hitt kortið sýnir ryndar hita í 2 m hæð eða öllu heldur líkur á að hiti á norðuhveli verði markvert yfir meðallagi (í efri þriðjungi). Hafsvæðin suður- og vestur af Íslandi eru hvað ólíklegust í spánni á ná slíku. Alveg í samræmi við loftstraumann og frávika mynstur þeirra.
Samantakið Spá: sept-nóv:
a. Breytilegt tíðarfar, en meira um N-lægar vindáttir á kostnað S- og SV-átta.
b. Líkur á meginbraut lægða fyrir sunnan og austan landið. Vísbendingar að meira verði um óveðurslægðir, en ekki endilega hér við land.
c. Úrkomufrávik ógreinileg í spánni, en líklegra samt að úrkomusamara verði um norðanvert landið.
d. Ólíklega verður markvert hlýrra en í meðalári hér á landi sem yfir hafinu fyrir vestan- og sunnan land. Sennilega um eða undir meðalhita.