Reykjavík
ESv | 15.05.2019 00:19
VEÐURSPÁ ÚT MAÍ

Það liggja fyrir nýir reikningar frá Evrópsku reiknimiðstöðinni.  Fyrir júní til ágúst (JJA).  Síðasta spá var fyrir maí til júlí (MJJ).  Hún var aðeins frábrugðin eins og eðlilegt má teljast þegar einn mánuður dettur út og annar kemur inn í staðinn.  Lítum á hana í kvöld, en áður er rétt að líta á langtímahorfur fram yfir mánaðarmótin.  Vika 1.  til  og með 19. maí.

Hlýtt í veðri fyrir norðan og austan.  Hámarkshiti allt að 15-19 stig.  Úrkomulaust og sól með köflum.  SA-átt og stundum strekkingur.  Hiti 7-10 stig syðra, að mestu skýjað og rigningarkaflar, einkum suðaustanlands.

Vika 2. 20.- 26. maí.

Hæðarsvæði verður áberandi fyrir norðan landið.  A- og NA-átt ríkjandi og hægur vindur lengst af.  Að mestu þurrt og sólríkt sunnan- og vestanlands og með köflum fyrir norðan, en þoka viða sjávarsíðuna, en ekki rigningar að ráði. Eins austur með ströndinni.  Til landsins verður hiti markvert yfir meðallagi árstímans og almennt sunnan- og suðvestantil.

Vika 3. 27.maí – 2. júní.

Áfram fremur þurrviðrasamt á landinu og veður hefur öll einkenn af háum loftþrýstingi.  Hæglátt og N- eða NA-áttir.  Kaldara en venja er til um landið norðaustanvert, en hiti um og yfir meðallagi S- og V-lands. 

Veðurfræðingurinn Pete Bouchard sér veðurstöðuna út maí með sínum augum og birti meðfylgjandi mynd á NBC Boston 13. maí.  Fyrirstöðuhæð (e.blocking) á norðurhjaranum, sú sama og teygir anga sína til okkar.  Bylgjugangur er í háloftstraumnum og kaldara loft suður um Miðvestur-ríkin og eins austast í Kanada og nyrst á Nýja Englandi. Þaðan út á haf.   Fjallað var um þessa hringrásarstöðu fyrir nokkrum dögum; “VEÐUR Á NORÐURHVELI EINKENNIST AF ÓREIÐU”   

Kortið hér til vinstri er úr spákerfi GFS af wxcharts.com og sýnir líkindadreifingu á ferðum helstu lægða til 24. maí.  Sjáum vel hvernig brautirnar koma til með að liggja og í áttina á Íberíuskaganum og á Miðjaðarhafi.  Áhugaverð kort þegar maður hefur lært að lesa úr þeim.