ESv | 22.11.2022 09:09
VEÐURÚTLITIÐ FRAM AÐ STEKKJASTAUR

Þó aðeins kólni nú um miðja vikuna og sums staðar frysti um stund, eru allar líkur á að það hlýni fljótt aftur.  Á Akureyri er þannig spáð á nýjan leik +5°C um helgina.

En áhugavert er að rýna nýjustu mánaðarspá ECMWF fram að 12. des.

1.

Fyrst er kort sýn sýnir spá um þrýstifrávik. Greinilegar breytingar eru að verða í lofthringrásinni við N-Atlantshaf.  Þráláta lægðasvæðið fyrir sunnan land mun gefa sig og þar með „bakflæðisstaðan“ með mildu A-áttinni. Yfir Skandinavíu nær að byggjast talsvert hæðarsvæði sem teygir anga sína til Bretlandseyja.  Við það berast lægðir vestarlega við Grænlands og um Grænlandssund.

2.

Við þessa umpólun veðurkerfanna sjáum við að mikið mun hlýna í N-Skandinavíu og í Finnlandi. Hér hins vegar áfram tiltölulega milt þó svo að mildi loftið hafi annan uppruna.  Frekar ríkjandi S- og SV-áttir í staðar SA- og A-átta að undanförnu.  Fagurrauð frávikin yfir landinu  eru á bilinu 3-6 stig í líkani Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Það má því ætla að heit yfir haldist hiti um 3 til 4 stigum yfir meðalhita árstímans, en hann er um +1 til 2°C um þetta leyti á láglendi.

3.

Spá þriðja vikunnar einkennist af meiri óvissu. Þá er hæðarfrávikið vestar og sunnar og komið nær okkur. Enn má sjá jákvæð hitafrávik hér á landi, en þau daufari. Þegar hæðarsvæði er hér suðurundan, skiptir staðsetning þess öllu fyirr hitann. Nær Írlandi, þá SV-átt og milt veður. Nær Grænlandi, stutt í NV-átt og af svölum uppruna.      


Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
8 m/s
12:00
0 mm
7 m/s
15:00
0 mm
7 m/s
18:00
0 mm
7 m/s
21:00
0 mm
6 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
4 m/s
15:00
0 mm
2 m/s
Næstu dagar
0202
2 mm
3 m/s
0303
0 mm
1 m/s
0404
0 mm
2 m/s