Öndverðarnes er orlofsjörð Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Félags Iðn- og tæknigreina (FIT).
Golfklúbbur Öndverðaness var stofnaður 1974 af nokkrum félögum Múrarameistarafélags Reykjavíkur og Múrarafélags Reykjavíkur. Félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafn og þétt í gegnum árin og eru þeir nú um 550 talsins.
Stöðugt hefur verið unnið að endurbótum á bæði golfvelli og aðstöðu, meðal annars var tekinn í notkun nýr golfskáli árið 1994 og viðbygging og endurbætur árið 2010. Völlurinn varð 18 holur árið 2008.