Hlíðarendavöllur er glæsilegur 9 holu golfvöllur sem fær einróma lof þeirra sem hann sækja. Vellinum er vel við haldið. Völlurinn er rétt ofan við miðbæ Sauðárkróks, í um 10 mínútna göngufæri. Dýralíf er fjölbreytt í kringum völlinn og útsýnið er einstakt yfir fjörðinn.
Golfskálinn er opinn kl. 9 -17 á sumrin. Þar fást léttar veitingar, golfboltar, hanskar og tí.
Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) er með vinaklúbba um land allt, sem fá afslátt vallargjalds.
Verið velkomin í Skagafjörð!