Hlíðavöllur er staðsettur við Leirvog í Mosfellsbæ og er 18 holu keppnisvöllur. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla. Hlíðavöllur er 5.412 metrar á gulum teigum og 4.678 metrar á rauðum.
Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur með mörgum áskorunum. Eldri hluti Hlíðavallar er tiltölulega stuttur og eru flatir þar oft á tíðum aðeins upphækkaðar. Á nýrri hluta vallarins eru brautirnar talsvert lengri og flatir almennt mjög stórar. Á Hlíðavelli er rástímaskráning og eru rástímar bókaðir á www.golf.is. Athygli er vakin á því að skylda er að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst.