Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Suðurlandsveg í átt að Selfossi og þaðan sem leið liggur um Biskupstungnarbraut, ekið er framhjá Kerinu og beygt til hægri veg 353 áður en komið er að Borg í Grímsnesi. Ekið er framhjá Hraunborgum. Þaðan er steinsnar að golfvellinum sem liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.
Golfvöllur Kiðjabergs er sérlega skemmtilegur 18 holu golfvöllur sem er staðsettur í friðsæld íslenskrar náttúru.