Upplýsingar

8970760

https://lundsvollur.is


64°41'56.86"N 20°52'15.26"V

9 holur

Lundsvöllur í Fnjóskadal er staðsettur í landi Lunds sem er gömul landnámsjörð sem Þórir Snepill nam, og er völlurinn staðsettur mitt á milli Vaglaskógar og Lunsskógar.

Fjarlægðin frá þjóvegi 1. að vellinum eru 8 km og 1. km frá þjónustumiðstöðinni í Vaglaskógi.

Lundsvöllur var formlega opnaður 22. ágúst 2009 að viðstöddum 200 manns. Lundsvöllur er 9. holu golfvöllur, par 34 með gula og rauða teiga og er heildar lengd brauta af gulum teigum 2.264 m. Á vellinum eru 3. par 3 holur, 1. par 5 hola og 5. par 4 holur.

Völlurinn er á flata fyrir neðan bæinn Lund skammt frá bökkum Fnjóskár. Einkenni vallarins er mikið berjalyng sem umlykur hann, einnig er lækur sem rennur í gegnum hann miðjan og hefur áhrif á leik á 5. holum.

Hæðarmunur á hæsta og lægsta punkti vallarins eru 12 m. Við uppbyggingu á vellinum var fengin aðstoð frá fagmanni sem koma að hönnun vallarins og uppbyggingu. Allar flatir og teigar eru uppbyggð frá grunni og var grasfræjum sáð í það. Einnig er vökvunarkerfi í flötum vallarins. Lundsvöllur er með staðfest vallarmat frá GSÍ síðan 23. mars 2010.

Veðursæld á staðnum er margrómuð, hitastig 3-4° hærra en á Akureyri, engin hafgola eða þoka nær þarna í dalinn. Við völlinn er 120 m2 klúbbhús með kaffi og veitingasölu og rúmar 55 manns í sæti.

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-2°
1 mm
8 m/s
12:00
0 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
18:00
0 mm
6 m/s
21:00
-1°
0 mm
3 m/s
Á morgun,
09:00
2 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
Næstu dagar
0606
5 mm
7 m/s
0707
-1°
18 mm
10 m/s
0808
17 mm
10 m/s