Engin mynd

Upplýsingar

4617730
66.130236, -18.921843

Lýsing á velli

Kylfingar hafa fengið augljósa ástæðu til þess að heimsækja Sigló því golfvöllurinn í Hólsdal er enn eitt dæmið um metnaðinn sem einkennir Siglfirðinga í uppbyggingu ferðaþjónustu svæðisins. Fyrsta starfsár vallarins var sumarið 2018.

Golfvöllurinn á Siglufirði er níu holur, byggður á endurheimtu landi eftir mikið malarnám á svæðinu. Landið hefur því gengið í endurnýjun lífdaga með vellinum, sem er einn sá glæsilegasti.

Völlurinn er hannaður af verðlaunagolfvallarhönnuðinum og arkitektinum Edwin Roald Rögnvaldssyni.

Við hönnunina var einnig sérstaklega litið til þess að undirlendi við Siglufjörð er takmarkað. Því skipti samvinna við alla hagsmunaaðila sköpum við gerð vallarins. Þannig liggja göngu- og reiðstígar um völlinn auk þess sem hann er hluti af skógræktarsvæði bæjarbúa. Það gerir umgjörð vallarins einstaka.

Staðsetning