Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður árið 1938 sem gerir hann að þriðja elsta golfklúbbi landsins.
Upphaflega var völlurinn 6 holur og leikinn inni í Herjólfsdal. Seinna var völlurinn stækkaður í 9 holur en svo gerður að glæsilegum 18 holu velli árið 1992.
Íslandsmótið í golfi hefur farið fram 5 sinnum á Vestmannaeyjavelli og fór síðast fram árið 2022.