Iframe þjónusta Bliku

Blika býður eigendum vefsíðna upp á að birta spár með iframe lausn frá Bliku á síðum sínum. Öllum er heimilt að nota lausnina og er hún ókeypis, sé kóða ekki breytt og virkni kóðans innan iframe merkjanna ekki breytt.

Hægt er að velja hversu marga daga spáin sýnir (frá 1 - 6) og hvort spáin á að birtasta á ensku eða íslensku.

Veffangið sem notast er við til að birta Iframe spárnar er sett saman úr nokkrum breytum og er á forminu:

https://blika.is/iframe/"númer stöðvar"/"fjöldi daga"/"tungumál"

Númer stöðvar: Allir spástaðir sem finna má á Bliku er auðkenndir með heiltölu. Hér þarf að setja inn númer þess staðar sem birta á spá fyrir. Einfaldasta leiðin til að finna númer staðsins er að opna spá fyrir staðinn á aðalsíðu Bliku og skoða veffangið. Fyrsta talan eftir skástrikið er auðkenni staðarins. Ef valin er spá fyrir Reykjavík verður veffangið https://blika.is/spa/4 Auðkenni Reykjavíkur er því 4. Samsvarandi auðkenni fyrir Akureyri er 26.

Hægt er að velja hversu marga daga spáin sýnir (frá 1 - 6) og hvort spáin á að birtasta á ensku eða íslensku.

Veffangið sem notast er við til að birta Iframe spárnar er sett saman úr nokkrum breytum og er á forminu:

https://blika.is/iframe/"númer stöðvar"/"fjöldi daga"/"tungumál"

Númer stöðvar: Allir spástaðir sem finna má á Bliku er auðkenndir með heiltölu. Hér þarf að setja inn númer þess staðar sem birta á spá fyrir. Einfaldasta leiðin til að finna númer staðsins er að opna spá fyrir staðinn á aðalsíðu Bliku og skoða veffangið. Fyrsta talan eftir skástrikið er auðkenni staðarins. Ef valin er spá fyrir Reykjavík verður veffangið https://blika.is/spa/4 Auðkenni Reykjavíkur er því 4. Samsvarandi auðkenni fyrir Akureyri er 26.

Fjöldi daga: Hér er valið hversu marga daga spáin á ná yfir. Hægt er að velja frá einum degi, spá fyrir daginn í dag, til 6 daga sem nær þá yfir daginn í dag og næstu 5 daga.

Tungumál: Hægt er að fá spána annað hvort á íslensku eða á ensku. Ef óskað er eftir spánni á íslensku er notast við "is" hér, en "en" ef spáin á að vera á ensku.

Sýnidæmi: Ef notandi vill fá spá fyrir Reykjavík á íslensku fyrir daginn í dag væri eftirfarandi kóði notaður:
<iframe src="https://blika.is/iframe/4/1/is" width="184" height="215" frameBorder="0"></iframe>


Sé ætlunin að fá spá fyrir Akureyri fyrir 3 daga á ensku væri eftirfarandi kóði notaður:
<iframe src="https://blika.is/iframe/26/3/en" width="552" height="215" frameBorder="0"></iframe>

Ef fá á spá fyrir Hornbjargsvita fyrir 4 daga á ensku væri eftirfarandi kóði notaður:
<iframe src="https://blika.is/iframe/742/4/en" width="742" height="215" frameBorder="0"></iframe>

Nauðsynlegt er að stilla breiddina inni í "width" eftir fjölda daga. Breiddin á að vera margfeldi 184 og fjölda daga sem birta á hæðin er alltaf sú sama, 21$

Þannig verður width fyrir mismunandi fjölda daga eins og sést hér að neðan
1 dagur: width:"184"
2 dagar: width:"368"
3 dagar: width:"556"
4 dagar: width:"742"
5 dagar: width:"920"
6 dagar: width:"1104"

Við biðjum alla sem hyggjast nota þessa lausn að láta vita af því á [email protected] svo hægt sé að fylgjast með notkuninni og svo hægt sé að láta vita af braf breytingum á þjónustunni með góðum fyrirvara.