Gul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands
Suðaustan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sérstaklega ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Spáð er talsverðri rigningu og fólki er bent á að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.