Sía
Sía eftir

Landsvæði

Rafmagn

Símasamband

Heitt vatn

Sturta

Hundar

Þráðlaust net

Finna besta tjaldveðrið
Hér er hægt að velja tímabil sem ætlunin er að ferðast á. Tjaldsvæðunum er svo raðað þannig að það svæðið þar sem veðrið er best að okkar mati er efst miðað við alla dagana sem valdir voru.
Ef valinn er fleiri en einn dagur er "meðalveður" reiknað fyrir alla dagana. Tjaldsvæðið með besta meðalveðrið verður þá efst.
Finna besta tjaldveðrið
Hér er hægt að velja tímabil sem ætlunin er að ferðast á. Tjaldsvæðunum er svo raðað þannig að það svæðið þar sem veðrið er best að okkar mati er efst miðað við alla dagana sem valdir voru.
Ef valinn er fleiri en einn dagur er "meðalveður" reiknað fyrir alla dagana. Tjaldsvæðið með besta meðalveðrið verður þá efst.
Suðurland
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Á Úlfljótsvatni hafa skátarnir komið upp glæsilegu tjaldsvæði sem almenningi býðst að nýta sér. Áhersla er lögð á fjölskyldufólk og að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Mikið er um allskonar leiktækjum og aðstaðan sérstaklega góð. Sem dæmi um afþreyingu í boði er bátar, þrautabraut, klifurturn, fótboltavöllur, blakvöllur, folfvöllur, leiktæki og svona mætti lengi telja. Uppbyggingin á svæðinu hefur verið mjög mikil undanfarin ár og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Endilega kíkið áFacebook síðu Úlfljótsvatnsog sjáið hvaða dagskrá er í boði um næstu helgi. Aðstaðan fyrir tjaldsvæðisgesti er mjög góð. Stórar og góðar flatir við vatnið með rafmagnspóstum. Veiðileyfi er innifalið í gistigjaldi og geta gestir því veitt sér ferskan silung á grillið og á meðan geta krakkarnir leigt hjólabáta eða leikið sér í þeim ótal leiktækjum sem eru á svæðinu. Víðs vegar um svæðið eru grill og bekkir sem gestir geta nýtt sér. Í þjónustumiðstöðinni er hægt nálgast allar helstu upplýsingar og kaupa sér helstu nauðsynjar. Verðskrá 2020 Verð fyrir 16 ára og eldri: 1.500 kr. (öryrkjar og aldraðir 1.100.-) Verð fyrir skáta 16 ára og eldri: 800 kr. Frítt fyrir börn undir 15 ára í fylgd með fjölskyldu Rafmagn: 1000 kr Innifalið í gjaldi er aðgangur að heitum sturtum, útigrillum, þjónustuhúsi og veiði í vatninu (á svæði 2).
Lesa meira...
Norðurland
Tjaldstæði Lífsmótunar
On the privat owned farm Hjalli in the valley of Reykjadalur only 2 km from the village of Laugar halfway between Akureyri and Myvatn you can find the small Lifsmotun campsite open all year around. There is a small service house with warm bathrooms (toilet and shower) and a unheated kitchen and dish-washing room. The campground is divided into small private sections and it’s possible to book in advance per eMail or on the phone. Just contact us in advance and on your arrival day if you like. At our information board there are information on activities close by as well as opening times for stores and swimming pools. Our staff is also always on hand to help you in any way, local and experts on this region and Iceland in general. Guests are encouraged to recycle all garbage and there is also a waste disposal. To get to the camp site you turn from highway 1 on road 846 in the village of Laugar. When you cross the bridge you turn right. In the middle of the slope you turn right (south) into an unmarked gravel road and drive to the end, about 2 km. There are camping signs on light-posts at the bridge and in the slope to guide you the right way. By the Sport center/swimming pool in Laugar there is also a sign/map. Please inform yourself on the campsite rules at https://camping.lifsmotun.is Price is 1000 ISK each adult but every group also needs to pay for at least one section. The price is between 600 and 1600 ISK, electricity included in the more expensive sections.
Lesa meira...
Reykjanes
Tjaldsvæðið Eyrarbakka
Tjaldsvæðið er staðsett vestast við Eyrarbakka, vestan við Hafnarbrú. Tjaldsvæðið er í nálægð við fuglafriðland og rétt við fjöruna. Eyrarbakki er vinalegt þorp við Suðurströndina sem státar af mikilli sögu, vel varðveittum gömlum húsum og fallegri náttúru. Tvö söfn eru á Eyrarbakka, Byggðasafn Árnesinga sem er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna, og Sjóminjasafnið sem er örskammt frá. Í Húsinu ríkir hlýlegur og heimilislegur andi og sagan er við hvert fótmál. Söfnin standa í miðju þorpi rétt við kirkjuna. Í Eyrarbakkakirkju er að finna altaristöflu málaða af Louise drottningu Kristjáns IX. Á sömu torfu er veitingastaðurinn Rauða Húsið sem tekur vel á móti svöngum ferðalöngum hvort sem er í kaffi eða mat. Allir verða að taka sér göngutúr um þorpið. Þá má virða fyrir sér gömlu húsin, heimsækja handverkskonuna Regínu eða koma við í gamla frystihúsinu í Gónhól þar sem eru markaðir og gallerí. Austarlega á Bakkanum er Vesturbúðin, alhliða verslun og bensínstöð þar sem helstu nauðsynjavörurnar fást og hægt að horfa á boltann í beinni. Tjaldsvæðið er staðsett vestast í þorpinu í rólegu og þægilegu umhverfi góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu hvort sem um er að ræða að skoða rómaðan Eyrarbakkan eða skemmtileg fjöruganga. Tjaldsvæðið er einfalt með köldu og heituvatni, Rafmagn er á svæðinu. Leiksvæði er mjög fínt. Opnunartími 15 maí - 1. okt
Lesa meira...
Vesturland
Hverinn Kleppjárnsreykjum
Tjaldsvæðið að Kleppjárnsreykjum býður uppá 100 til 150 stæði fyrir tjöld, húsbíla og aðra ferðavagna. Rafmagnstenglar með útsláttar lekaliða eru til staðar á 60 stæðum. Notalegt og rólegt kjarri vaxið umhverfi með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu fyrir alla aldurshópa. Tjaldsvæðið býður gestum sínum uppá wc, heitt og kalt vatn ásamt aðgangi að sturtum, þvottavél og þurrkara. Seyrulosun fyrir húsbíla er til staðar á svæðinu. Sundlauginn að Kleppjárnsreykjum er aðeins 150 m í burtu auk þess eru hestaleiga, líkamsræktaraðstaða og 9 holu golfvöllur í næsta nágrenni. Ekki má sleppa því að minnast á Krauma og Steðja sem væri áhugavert fyrir gesti að skoða nánar. Fjölbreyttar gönguleiðir og veiðivötn og ár. Veitingasala og bar og er á staðnum. Ásamt því sem við seljum lífrænt ræktað grænmeti úr okkar eigin gróðurhúsum á staðnum.Tjaldsvæðið hentar mjög vel fyrir ættarmót og ýmiskonar samkomur sem kalla á bæði inni og útigistingu. „Hobbita hús“ eru upphituð gróðurhús með jarðvarma sem hægt er að tjalda inní í litlum tjöldum. Húsin eru með grasbotni og eru vökvuð og slegin reglulega. Tilvalið veðurskjól ef illa viðrar. Verð 2020 Fullorðnir (15 ára og eldri): 1.500 kr 14 ára og yngri: Frítt Rafmagn: 1.000 kr Þvottavél: 500 kr hvert skipti Þurrkari: 500 kr hvert skipti NÝTT: Hobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: 2.000 kr á mann.
Lesa meira...
Austurland
Stöðvarfjörður
Tjaldsvæði Stöðvarfjarðar er við austurenda byggðarinnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin allt árið í Brekkunni. Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn sinnar tegundar og laðar á ári hverju til sín mikinn fjölda ferðamanna. Brekkan er allt í senn verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð og skammt þar frá er veitinga- og gistihúsið Hótel Saxa. Þá hefur gamla þorpskirkjan á Stöðvarfirði verið afhelguð og þjónar nú sem lítið gistiheimili á vegum Kirkjubóls. Á Stöðvarfirði er umfangsmikil lista- og handverksstarfsemi. Gallerí Snærós er eitt þekktasta listgallerí Austurlands og hefur Salthússmarkaðurinn, sem rekinn er af handverkssamfélagi Stöðvarfjarðar, getið sér gott orð fyrir úrval af vönduðu handverki. Í gamla frystihúsi staðarins er Sköpunarmiðstöðin, sem skapar list og nytjamuni úr endurvinnanlegu hráefni og Gallerí Svarthol er með lítinn og skemmtilegan sýningarsal í einu af heimahúsum staðarins. Sundlaug Stöðvarfjarðar er lítil og falleg útilaug. Höfnin á Stöðvarfirði er einnig vinsæll viðkomustaður. Saxa er sjávarhver og eitt af þekktari náttúrufyrirbrigðum Austfjarða, en hann leynist í klettaskorningum við sjóinn, skammt utan við bæinn. Í austlægum vindáttum kurlar Saxa þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó og þeytir hátt í loft upp. Stöðvarfjörður er einn af sjö bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.
Lesa meira...
Norðurland
Tjaldsvæðið Þórshöfn
Tjaldsvæðið okkar er ofarlega í þorpinu á kyrrlátum og notalegum stað. Þaðan er öll þjónusta í þorpinu í göngufæri. Aðstaða á tjaldsvæðinu er góð. Þar eru borð og bekkir, salernis- og sturtuaðstaða, og gott rými fyrir hjólhýsi og húsbíla með aðgangi að rafmagni. Í íþróttahúsinu Verinu er aðstaðan til fyrirmyndar, þar er stór innisundlaug og heitir pottar, íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er einnig upplýsingamiðstöðin staðsett og ýmis önnur aðstaða fyrir ferðamenn, t.d. þvottavél. Við íþróttahúsið er sparkvöllur þar sem oftar en ekki er hægt að finna bæði með- og mótspilara. Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er gaman að rölta niður að höfn og kíkja á mannlífið. Þá er einnig gaman að ganga um lystigarðinn og heilsa upp á Valda vatnsbera. Þjónusta á Þórshöfn er mjög góð, þar er heilsugæsla og apótek, verslun, veitingastaður, grillskáli, íþróttahús og sundlaug, sparisjóður, pósthús, bensínstöð, bílaverkstæði ofl. Við hafnargarðinn við Fjarðarveg eru komin fæðandi söguskilti um þorpið. Áhugaverðir staðir í nágrenni Þórshafnar eru t.d. Langanes, Bakkafjörður og Rauðanes. Ef keyrt er út á Langanes er upplagt að heimsækja Sauðaneshúsið og fara út á glæsilegan útsýnispall á Skoruvíkurbjörgum. Að fara út í eyðiþorpið Skála og alla leið út á Font gerir ferðina enn betri. Norlandair er með daglegt flug frá Reykjavík til Þórshafnar með millilendingu á Akureyri, alla virka daga. Bílaleiga Akureyrar er með útibú á Þórshöfn og býður m.a. uppá hentuga bíla til ferða útá Langanes. Einnig er Hertz bílaleiga á Þórshöfn með allar tegundir bíla.
Lesa meira...
Finna besta tjaldveðrið
Hér er hægt að velja tímabil sem ætlunin er að ferðast á. Tjaldsvæðunum er svo raðað þannig að það svæðið þar sem veðrið er best að okkar mati er efst miðað við alla dagana sem valdir voru.
Ef valinn er fleiri en einn dagur er "meðalveður" reiknað fyrir alla dagana. Tjaldsvæðið með besta meðalveðrið verður þá efst.
Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
0 mm
8 m/s
12:00
0 mm
13 m/s
15:00
0 mm
12 m/s
18:00
0 mm
10 m/s
21:00
0 mm
8 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
5 m/s
15:00
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
2222
1 mm
6 m/s
2323
10°
0 mm
7 m/s
2424
0 mm
3 m/s