Bása á Goðalandi er einstaklega fallegt tjaldsvæði á Þórsmerkursvæðinu. Svæðið er kjarri vaxið og umlukið einstakri náttúrufegurð. Goðaland og Þórsmörk bjóða upp á fjölbreyttar gönguleiðir, hvort sem sótt er í að ganga á fjöll eða um jafnsléttu. Hægt er að kaupa gott göngukort af svæðinu hjá skálaverðum.
Leiðin í Bása er aðeins fær jeppum og stærri bílum, en akstur þarf yfir jökulár á leiðinni. Þarf ekki að aka yfir Krossá. Gestir þurfa að tala við skálaverði áður en er tjaldað.