
Grímsstaðir á Fjöllum standa við krossgötur inn á hálendinu, norðan Vatnajökuls. Í þessu gamla en notalega húsi er boðið upp á svefnpokapláss fyrir 10 manns og morgunverð er hægt að fá hjá gestgjafa. Einnig er hægt að fá uppábúin rúm fyrir 6 í heimagistingu.
Frá Grímsstöðum er stutt að helstu náttúruperlum Norðaustanlands, svo sem:
Dettifoss 28 km
Mývatn 40 km
Ásbyrgi 56 km
Herðubreiðarlindir 60 km
Askja 100 km
Kverkfjöll 130 km
Tjaldsvæði opnar venjulega seint í júní til 15. september.