Blika.is er í eigu Veðurvaktarinnar ehf, vedurvaktin@vedurvaktin.isUm Bliku
Hverinn Kleppjárnsreykjum
1 / 3

Upplýsingar

8201310
hverinn.is
birgir@isa.is
64.6532145743, -21.4102220904
1.1. - 31.12.

Verð

Fullorðnir2.200 kr
16 - 17 ára2.200 kr
1 - 15 ára0 kr
Rafmagn1.400 kr
Ellilíferisþegi1.900 kr
Þvottur800 kr
Gistináttagjald400 kr
Síðast uppfært: 2025

Þægindi

Kalt vatn
Heitt vatn
Rafmagn
Engin eldunaraðstaða
Sturta (frítt)
Símasamband
campsiteDetail.wifi
Hundar leyfðir
Þvottavél
Vatnssalerni

Um tjaldsvæðið

Tjaldsvæðið að Kleppjárnsreykjum býður uppá 100 til 150 stæði fyrir tjöld, húsbíla og aðra ferðavagna. Rafmagnstenglar með útsláttarlekaliða eru til staðar á 60 stæðum. Notalegt og rólegt kjarri vaxið umhverfi með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu fyrir alla aldurshópa.

Tjaldsvæðið býður gestum sínum uppá wc, heitt og kalt vatn ásamt aðgangi að sturtum, þvottavél og þurrkara. Seyrulosun fyrir húsbíla er til staðar á svæðinu. Sundlauginn að Kleppjárnsreykjum er aðeins 150 m í burtu auk þess eru hestaleiga, líkamsræktaraðstaða og 9 holu golfvöllur í næsta nágrenni. Ekki má sleppa því að minnast á Krauma og Steðja sem væri áhugavert fyrir gesti að skoða nánar. Fjölbreyttar gönguleiðir og veiðivötn og ár. Veitingasala og bar og er á staðnum. Ásamt því sem við seljum lífrænt ræktað grænmeti úr okkar eigin gróðurhúsum á staðnum.Tjaldsvæðið hentar mjög vel fyrir ættarmót og ýmislegar samkomur sem kalla á bæði inni og útigistingu.

Hobbitahús” eru upphituð gróðurhús með jarðvarma sem hægt er að tjalda inní í litlum tjöldum. Húsin eru með grasbotni og eru vökvuð og slegin reglulega. Tilvalið veðurskjól ef illa viðrar.