Tjaldsvæðið á Illugastöðum er lokað milli 1. maí til 20. júní ár hvert vegna æðarvarps. Á staðnum eru 2 salerni, tveir vaskar, heitt og kalt vatn. Einnig er hægt að komast í rafmagn. Svæðið er opið og mikið útsýni yfir Húnaflóann og til Strandafjallanna sem og upp á Vatnsnesfjallið fyrir ofan bæinn. Vinsæll selaskoðunarstaður er á staðnum og mikið fuglalíf. Einnig er mikil saga tengd svæðinu og má sjá mynjar þess á svæðinu.