Landmannahellir er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey.
Svefnpokagisting er í átta húsum fyrir samtals 92 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru upphituð, með rennandi vatni, eldunaraðstöðu og wc.
Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.
Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar. Svæðið rúmar allt að 50 tjöld. Hægt er að kaupa veiðileyfli í Landmannahelli í vötn sunnan Tungnaár. Einnig er hægt að panta innigistingu í átta skálum við Landmannahelli.
Á tjaldsvæðinu er vatnsalerni, útigrill og sturta. Þá geta tjaldgestir farið inn í gamalt hlaðið gagnamannahús og borðað eða tekið lagið!