Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.
Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.
Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.
Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.
Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.