Rjúpnavellir
1 / 6

Upplýsingar

8920409
info@rjupnavellir.is
64.034405, -19.835065
1.6. - 1.9.

Verð

Fullorðnir2.100 kr
12 - 17 ára2.100 kr
1 - 11 ára0 kr
Ellilíferisþegi2.100 kr
Gistináttagjald400 kr
Síðast uppfært: 2025

Þægindi

Kalt vatn
Ekkert heitt vatn
Ekkert rafmagn
Engin eldunaraðstaða
Sturta (greitt)
Símasamband
campsiteDetail.wifi
Hundar leyfðir
Engin þvottavél
Vatnssalerni

Um tjaldsvæðið

Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn.

Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring.

Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu.

Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum.

Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið.