Tjaldsvæðið í Snæfelli er skammt frá skálanum í Vatnajökulsþjóðgarði við veg F909. Tjaldsvæðið opnar um leið og vegurinn er orðinn fær, sem er oftast í byrjun júlí. Það er þó breytilegt á milli ára og fer eftir veðurskilyrðum.
Á tjaldsvæðinu eru saleri og sturtur. Tjaldgestum er velkomið til að nota eldhúsið í skálanum gegn vægu gjaldi.
Göngustígurinn upp á Snæfellið er stutt frá tjaldsvæðinu en margar aðrar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu.