
Boðið er uppá gistingu í sex herbergjum sem eru allt frá 2 manna til 5 manna í sér húsi með heitum potti. Í þessu húsi eru tveir salir, annar er fyrir 30-40 manns, hinn er fyrir 150-180 manns og er hann bara í útleigu á sumrin. Þetta hús er tilvalið fyrir ættarmót og hvers konar hópa.
Tjaldstæði eru við húsið og salernis- og hreinlætisaðstaða ætluð tjaldstæðum er í sama húsi með sér inngangi.
Einnig eru fjögur fimm manna hús með heitum potti, sjónvarpi, grilli og öllum helsta húsbúnaði. Húsunum fylgja sængur og tvær aukadýnur.
Þráðlaust netsamband er á staðnum.