Allt til alls á Flúðum.Tjaldstæðið á Flúðum er rúmgott og fjölskylduvænt. Frábær aðkoma og þægilegt skipulag.
Árið 2009 tók Tjaldmiðstöðin á Flúðum í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði við bakka Litlu Laxár. Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþreyingar. Flúðir eru ekki nema í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Maí
Takmarkaður opnunartími í maí
(helgaropnun eða eftir aðsókn).
Júní, Júlí, Ágúst, September
Opinn alla daga vikunnar (næturvörsla um helgar eða þegar þess gerist þörf).
Október
Takmarkaður opnunartími í október
(helgaropnun eða eftir aðsókn).