Blika.is er í eigu Veðurvaktarinnar ehf, vedurvaktin@vedurvaktin.isUm Bliku
Tjaldsvæðið Dalvík
1 / 1

Upplýsingar

6254775
draumabla@gmail.com
65.96734, -18.537666
15.5. - 15.9.

Verð

Fullorðnir2.500 kr
1 - 17 ára0 kr
Rafmagn1.300 kr
Ellilíferisþegi1.500 kr
Þvottur1.500 kr
Síðast uppfært: 2025

Þægindi

Kalt vatn
Heitt vatn
Rafmagn
Eldunaraðstaða
Sturta (frítt)
Símasamband
campsiteDetail.wifi
Hundar leyfðir
Þvottavél
Vatnssalerni

Um tjaldsvæðið

Tjaldsvæðið er við suðurinnkeyrsluna í bæinn (þegar komið er frá Akureyri) alls 9.500 fermetrar að stærð. Það stendur við hlið íþróttasvæðisins, skólans og Sundlaugar Dalvíkur. Í kring er góð aðstaða til leikja fyrir börn, grasbalar fyrir leiki og boltaspark, gervigras sparkvöllur, körfuboltavöllur og ýmis leiktæki.

Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður.

Hægt er að komast í þvottavél, þurrkara og aðstöðu til að þurrka skóbúnað.

Einnig er rennandi vatn fyrir áfyllingar á vatnstanka og niðurfall fyrir losun ferðaklósetta.

Aldurstakmark er 18 ár nema í fylgd með forráðamönnum. Starfsmenn á vegum tjaldsvæðis munu sjá um að rukka aðgang að tjaldsvæðinu. Í Sundlaug Dalvíkur er einnig að finna upplýsingar um Dalvíkurbyggð og nágrenni og starfsfólk leitast við að aðstoða gesti ef upplýsingar vantar.