Tjaldsvæðið er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er þjónustuhús með salerni (einnig fyrir fatlaða), sturtum og vaskarými. Rafmagnstenglar eru á svæðinu en hægt er að leigja aðgang að rafmagni.
Á Hellissandi er einnig hægt að losa úrgang úr húsbílum og heitt og kalt vatn.
Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið.