Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlaugunum í Laugardal. Auk sundlauganna er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu. Má Þar m.a. nefna íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum, fjölskyldu- og húsdjuragarðinn, grasagarðinn og listasafn Ásmundar Sveinssonar.
Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir húsbíla og tjaldvagna. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn og skammt frá svæðinu er aðstaða til að losa ferðasalerni.
Frá 1.júní - 1. september er 24 tíma gæsla á svæðinu og þurfa þeir gestir ekki að tilkynna komu sína ef þeir sjá fram á að vera seint á ferð. Sé ferðast saman á mörgum húsbílum eða tjaldvögnum eru menn þó hvattir til að láta vita af ferðum sínum. Stórir tjaldhópar (20+) eru hvattir til að gerast slíkt hið sama.
Verðskrá á tjaldsvæðinu er flókin, því er ekki víst að útreiknað verð sé rétt