Blika.is er í eigu Veðurvaktarinnar ehf, vedurvaktin@vedurvaktin.isUm Bliku
Tjaldsvæðið Stykkishólmi
1 / 2

Upplýsingar

4381075
https://www.mostri.is/heim
tjald@mostri.is
65.06988, -22.72776
1.5. - 30.9.

Verð

Fullorðnir1.800 kr
16 - 17 ára1.800 kr
1 - 15 ára0 kr
Rafmagn1.300 kr
Ellilíferisþegi1.300 kr
Gistináttagjald400 kr
Síðast uppfært: 2025

Þægindi

Kalt vatn
Heitt vatn
Rafmagn
Eldunaraðstaða
Sturta (frítt)
Símasamband
campsiteDetail.wifi
Hundar leyfðir
Þvottavél
Vatnssalerni

Um tjaldsvæðið

Tjaldstæðið í Stykkishólmi er ný uppgert og öll aðstaða eins og best verður á kosið. Þráðlaus nettenging er á svæðinu og öll þjónusta í göngufæri, s.s. sundlaug, verslanir og veitingahús. Afgreiðsla fyrir svæðið er í golfskála Golfklúbbsins Mostra, sem staðsettur er fyrir innan tjaldsvæðið. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna. Þar á að borga fyrir tjaldstæði áður en farið er inn á tjaldsvæðið.

Á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er salernisaðstaða á 2 stöðum, þjónustuhúsi og í golfskálanum. Þetta eru 13 vatnssalerni. Vaskaaðstaða er við öll salerni og einnig eru úti vaskar við þjónustuhús til að þvo leirtau ofl.

2 sturtur með heitu vatni eru við þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu.

Á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er aðgangur að þvottavél og þurrkara í golfskálanum. Greitt er sérstaklega í afgreiðslu fyrir hvern þvott/þurrkun.

Tjaldsvæðisverðir veita allar upplýsingar um tjaldsvæðið. Þeir eru oftast á svæðinu á milli kl.8 og 22. Ekki er víst að á öllum tímum sé hægt að hitta á þá í golfskálanum, því þeir þurfa að sinna ýmsum verkefnum á svæðinu s.s. Þrifum og þess háttar.

Rafmagnstenglar eru víðsvegar um tjaldsvæðið sem gestir geta fengið aðgang að. Sérstök millistykki þarf til að tengjast rafmagninu, hægt er að leigja millistykki í golfskála. Greiða þarf aukalega fyrir rafmagnið.

Tjaldsvæðið er staðsett við Víkurvöll, tjaldgestir fá 20% afslátt af vallargjöldum. Einnig er hægt að leigja golfsett í skálanum.