Í Systragili finnur þú leyniparadís fyrir alla fjölskylduna, í skjóli birkitrjáa við lindina hjalandi.Á tjaldsvæðinu er nægt rafmagn, frítt internet, eldunaraðstaða, leiktæki, upphituð salerni, þvottavél, heitt vatn, sturta og klóaklosun.
Tjaldsvæðið Systragil er við veg 833, 2 km. frá Þjóðvegi 1 í Fnjóskadal, staðsett gegnt stærsta birkiskóg landsins, Vaglaskógi. Í næsta nágrenni (3 km) er 9 holu golfvöllur er ber heitið Lundsvöllur og sundlaug á Illugastöðum (10 km). Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili, Þingmannaleið. Mikill gróður er á svæðinu og lækurinn Systralækur. Þá er tilvalið að veiða í Fnjóskáni, skoða safnið í Gamla barnaskólanum Skógum og fá sér yndislegar veitingar í Kaffi Draumi eða skreppa í húsdyragarðinn Daladýrð.
Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.
Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er til Akureyrar(16 km), að Goðafossi ( 25 km), í Laufás (20 km), til Húsavíkur (65 km) og í Mývatnssveit (60 – 75 km).