Tjaldsvæðið í Vík er rétt við Víkurþorp. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á flesta þá þjónustu er tjaldgestir þurfa svo sem rafmagn fyrir húsbíla og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða til að matast. Stutt er í alla þjónustu sem er í göngufjarlægð frá tjaldsvæðinu. Vík er aðeins í rúmlega tveggja klukkustunda keyrslufjarlægð frá Reykjavík. Mýrdalurinn skartar fögru, ósnortnu umhverfi og einstakri náttúrufegurð. Margar helstu náttúruperlur Íslands eru í og við Vík svo sem Dyrhólaey og Reynisdrangar. Mikið er til af fallegum gönguleiðum í Vík og nágrenni. Fuglalíf er með eindæmum enda er veðurfar einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri.