
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.
Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.