ÍTARLEGRI SPÁGÖGN FYRIR VETURINN

ÍTARLEGRI SPÁGÖGN FYRIR VETURINN

Kóperníkusuar loftslagsstofnunin hefur nú sett saman 8 veðurlagsspár til næstu þriggja mánaða í eina fjölspá.

Fyrir um viku túlkaði ég spá frá einu þessar reiknisetra, þ.e. ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðin).

Sjá hér: https://blika.is/frett/spa-i-vetrarspilin

Fjölspáin ber svipmót reikninga ECMWF og hér eru tvö spákort þrýstifrávika.

Það fyrra sýnir desember sérstaklega. Þar má sjá jákvætt loftþrýstifrávik í hafinu fyirr sunnan og suðaustan land. Reyndar einnig yfir Íslandi.  Má hæglega túlka sem svo að háþrýstisvæði verði þrálátt við Bretlandseyjar og beini hingað mildur og röku lofti með S- og SV-áttum. Hætt er við að kólni á meginlandi Evrópu.


Hér er janúar sleppt, en seinna kortið gildir fyrir febrúar.  Þá er komið lagþrýstifrávik yfir Íslandi og hér norður undan.  Allt önnur staða miðað við desember og þessu frívikamynstri fylgir gjarnan stormatíð með djúpum vetrarlægðum og, umhleypingum og snjóatíð a.m.k. til fjalla. Vestan vindar beina mildu lofti inn yfir V-Evrópu þegar svona háttar til.



Á tímakvarða mánaða eru það þættir nærri miðbaug og hitafrávik sjávar á heittempruðu hafsvæðunum sem eru nokkuð ráðandi.  MJO kallast hún sveiflan í hitabeltinu sem sýnir sig að hafa áhrif að lengt og útslag bylgnanna í vestanvindabeltinu.  Þá þykir sýnt að  nærri þriggja ára tímabil La-Nina í Kyrrahafinu sé fjara út næstu vikurnar. Ríkjandi hæðarsvæði um þessar mundir við Aljútíneyjar og sjá má í flestum 3ja mánaða spám vetrarins er m.a. rakið til mikillar útbreiðslu á hlýsjó í N-Kyrrahafinu.  Sá hlýsjór tengist reyndar einnig LA-Nina.   Samspil alls þessa er síðan talið auka líkurnar á fremur köldum vetri í Alaska, NV-Kanada og suður í Norðurríki Bandaríkjanna.   

Veðurlagsspár fá meiri athygli og mera er gert með þær en áður. Hjá ECMWF er sérstök frétt um þá sem gildir frá desember til febrúar.  Gagnlegar upplýsingar þar fyrir það sem vilja vita meira.

https://www.ecmwf.int/en/about/media-centre/news/2022/how-models-predict-possible-outline-winter-weather-europe